
Iðjað á akri sögunnar
Um allt sem á þessum vef birtist gildir fyrirvarinn gamli í formála Hungurvöku (um 1200): „Þat mun af mínum völdum ok vanrækt, ef þat er nokkut í þessu máli, sem rángt reynist, þat er ritað er.“
Hugmyndir okkar um útlit fornkappanna í Íslendingasögunum eru æði misjafnar. Svona sá Guðlaugur Magnússon, vinnumaður á ýmsum bæjum á Fellsströnd á 19. öld, Gunnar á Hlíðarenda fyrir sér þegar hann skrifaði upp Njálu árið 1870. Myndin er í handriti í Þjóðarbókhlöðu, Lbs 747 fol.
Nýjasta efni
Greinar
Tyrkjaránið sögufræga 1627 er að mörgu leyti heppilegt dæmi úr sögunni vilji menn stofna til umræðna um afleiðingar þess að lönd og byggðir eru án varna. Á öllum tímum þarf að huga að öryggi samfélaga. Atburðirnir í Eyjum geta líka verið nýtileg áminning um að gæta sín á yfirlæti þegar rætt er um siðferðisviðhorf ólíkra menningarheima.
Það þóttu talsverð tíðindi – og þykja enn – þegar ítalskur fræðmaður, Paolo Chiesa, prófessor í latneskum fræðum við háskólann í Mílanó, upplýsti í grein sumarið 2021 að munkur af reglu dóminíkana, Galvaneus Flamma, minntist á landið Marckalada (Markland) vestan Grænlands í ófullgerðu söguriti sínu Cronica universalis, sem skrifað er á árunum 1339 til 1345.
Haustið 2018 réðust róttækir aðgerðasinnar á listaverk Einars Jónssonar, Þorfinnur karlsefni, í Fairmont garði í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, slettu yfir það rauðri málningu, brutu höfuðuð af og veltu ofan í Schuylkillá sem rennur meðfram garðinum. Stöpull verksins er enn auður og óljóst hvort gert hafi verið vð það og hvort til standi að endurreisa það.
Léttara hjal
Margar og ólíkar ástæður búa jafnan að baki þegar höfundar taka að birta skrif sín undir dulnefni. Stundum jafnvel einhver raunasaga. Svo var þegar Guðmundur Magnússon prentari (1873-1918) byrjaði að nota höfundarnafnið Jón Trausti árið 1906. Hér er sú saga rakin stuttlega.
Einhver skondnasta skilgreining á frjálshyggju í stjórnmálum er þessi: „Frjálshyggja er það þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið!“ En hver er höfundur hennar og hvert er tilefni þessara orða. Það er rakið í þessum pistli.
Margir kannast við vindlana gömlu sem kenndir voru við Bjarna Jónsson frá Vogi. Færri vita að um skeið voru einnig á boðstólum vindlar kenndir við Jón Sigurðsson forseta. Þeir vindlar urðu bitein í stjórnmáladeilum við landskjör til Alþingis sumarið 1926.