Léttara hjal


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Lögreglunni sigað á slökkviliðið

Einhver skondnasta skilgreining á frjálshyggju í stjórnmálum er þessi: „Frjálshyggja er það þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið!“ En hver er höfundur hennar og hvert er tilefni þessara orða. Það er rakið í þessum pistli.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Vindlar kenndir við þjóðskörunga

Margir kannast við vindlana gömlu sem kenndir voru við Bjarna Jónsson frá Vogi. Færri vita að um skeið voru einnig á boðstólum vindlar kenndir við Jón Sigurðsson forseta. Þeir vindlar urðu bitein í stjórnmáladeilum við landskjör til Alþingis sumarið 1926.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Af gamalli mynd

Ágætum Íslandsvini frá 19. öld, Bayard Taylor, er á vef New York Public Library ranglega eignuð vatnslitamynd af íslensku verkafólki. Frumteikningin er eftir annan Íslandsvin, J. Ross Browne, og birtist í ferðabók hans árið 1867. Taylor kom fyrst til Íslands á þjóðhátíðina 1874.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„King of SÍS“

Hér er stuttur kafli úr bók minni Íslensku ættarveldin (2012) sem er löngu uppeld en hægt er að fá lánaða á bókasöfnum. Hún er lika aðgengileg á Storytel. Segir hér frá svolítið skoplegu og sérkennilegu máli sem tengist áhuga Íslendinga á ættfræði og hvernig hann getur leitt bestu menn á glapstigu.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Örlátur bankastjóri

Ludvig E. Kaaber fæddist í Kolding á Jótlandi árið 1878. Árið 1902 kom hann til Íslands og átti á næstu árum eftir að setja svip sinn á íslenskt viðskiptalíf og þjóðlíf svo að um munaði. Hann stofnaði 1906 með Ólafi Johnson heildverslunina Ó. Johnson og Kaaber. Hann seldi síðar hlut sinn fyrir stórfé og varð árið 1918 bankastjóri Landsbankans.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Gamanmál Kristjáns X. konungs á Þingvöllum

Kristján X. konungur Danmerkur og Íslands sótti Alþingishátíðina á Þingvöllum sumarið 1930 eins og áður hefur komið fram í pistli á þessari síðu. Gerði hann það líklega fremur af skyldurækni en áhuga. Þó gerðist það á hátíðinni, sem þótti sögulegt þegar hinn yfirlætisfulli og alvörugefni konungur átti í hlut, að bros læddist fram á varir hans og náðist á filmu.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Önnur gerist nú atferð ungra manna“

Tímarnir breytast og mennirnir með. „Önnur gerist nú atferð ungra manna en þá er eg var ungur. Þá girntust menn á nokkur framaverk, annað tveggja að ráðast í hernað eða afla fjár og sóma með einhverjum aðferðum þeim er nokkur mannhætta var í, “ segir Ketill raumur í Vatnsdæla sögu.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Bílstjórar og fyrirmenn

Á fyrri hluta síðustu aldar kom það gjarnan erlendum gestum ríkisstjórnar Íslands á óvart að ráðherrarnir umgengust bílstjóra sína sem jafningja. Slíku voru menn ekki vanir í löndum þar sem stéttaskipting var í föstum skorðum. Bílstjórum var ekki annað ætlað en að koma ökutækjum á milli staða og opna dyrnar fyrir virðingarmönnum. Á Íslandi þótti aftur á móti ekkert óeðlilegt við það að bílstjórar tækju þátt í samræðum um landsins gagn og nauðsynjar við opinbera gesti frá útlöndum. Hér er gripið niður í bók mína Nýja Ísland (2008) þar sem fjallað er um andlega jafnaðarstefnu.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Hógvær kóngur

Hógværð er líklega það síðasta sem okkur dettur í hug þegar valdsmenn og frægðarfólk á í hlut. En hér er skemmtilegt dæmi sem sýnir að sú var tíð að jafnvel kóngar gátu sýnt hógværð.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Veglegar jólagjafir fornkappanna

Fornkapparnir okkar á söguöld héldu að sjálfsögðu jól eins og við gerum nú og kunnu að gleðjast með góðum vinum, þótt inntak hátíðarinnar væri svolítið annað en nú á dögum. Hér er vitnað í Egils sögu Skallagrímssonar. Lesendum nær og fjær er óskað gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Tíu áhrifamestu menn aldarinnar sem leið

Sumarið 1965 spurði Vikan tíu þjóðkunna menn (sem ekki voru nafngreindir) hvaða tíu menn þeir teldu verðskulda „þann heiður að vera kallaðir menn aldarinnar framar öðrum.“ Velja átti menn sem „með orðum sínum eða gjörðum hafa markað tímamót og haft afgerandi áhrif á lífsskilyrði, afkomu og jafnvel hugsunarhátt alls almennings í landinu.“ Ólíklegt er að allir þessir tíu næðu inn á sambærilegan lista núna. Og reyndar alls ekki víst að fólk kannist almennt við þá alla.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Þreifað á Adolf Hitler í Berlín

Frægur er í sögunni einkafundur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar með Adolf Hitler vorið 1940. En Gunnar er ekki eini Íslendingurinn sem átti orðastað við Hitler. Hér er vitnað í frásögn Baldurs Jónssonar prófessors af samskiptum Helga P. Briem, fyrrum sendiherra, við Hitler í sendiráðsboði í Berlín á fjórða áratugnum. Er frásögnin öll hin skoplegasta,

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Bækur æxlast af bókum

Bækur æxlast af bókum, sögur af sögum, setningar af setningum. Þessi sannindi eiga við að fornu og nýju. Gaman getur verið að bera saman orðalag og hugmyndir í einstökum verkum. Í fornritum okkar má víða finna svipað orðalag og hugsun. Nefnd eru dæmi um það. Hvort þetta rís undir því að heita rittengsl verður ekki fullyrt.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Hugsa sér! Kona kaupir þingtíðindi

Það þóttu nokkur tíðindi 1914 þegar kona ein í Reykjavík gerðist kaupandi að Alþingistíðindum. Ritið, sem enn kemur út, birtir þingskjöl og umræður á Alþingi. Fram að því höfðu karlar einir verið skráðir kaupendur þingtíðinda. Þetta var kvenskörungurinn Guðrún Björnsdóttir frá Prestshólum.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Fróðleiksmoli: Íslenskir feður yfir áttrætt

Vitað er með vissu um 22 íslenska karla sem eignuðust börn á aldrinum 70 til 82 ára. Þá er miðað við ártalið 2018. Tíu urðu feður eftir að þeir voru orðnir 75 ára gamlir. Hinn elsti var 82 ára. Í hópnum er Tryggvi Gunnarsson alþingismaður og bankastjóri sem einn Íslendinga er grafinn í Alþingisgarðinum. Hér er stiklað á stóru um þetta efni.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Ljósmyndatíska fyrir rúmum hundrað árum

Ekki er líklegt að margir þekki manninn á þessari mynd sem tekin er á ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn haustið 1914. Þó er þetta er einn merkasti Íslendingur aldarinnar sem leið.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Tvær gerólíkar hugmyndir um fornkappana

Á rölti um miðbæ Reykjavíkur má kynnast tveimur gerólíkum hugmyndum listamanna um fornkappana okkar. Ingólfur landnámsmaður á Arnarhóli eftir Einar Jónsson er allfrábrugðinn Fornaldarmanninum (nú Víkingnum) eftir Sigurjón Ólafsson, en það verk stendur fyrir utan Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Heldri manna höfuðbúnaður

Hattur sem Napóleon keisari bar forðum daga seldist fyrir metfé á uppboði í Frakklandi á dögunum. Alltaf er talsverð eftirspurn eftir munum úr fórum frægðarfólks fyrri tíma og reyndar einnig samtímans. En skyldum við Íslendingar hafa varðveitt höfuðbúnað einhvers merkismanns í sögu okkar? Gagnasafnið Sarpur á netinu gæti geymt svarið við því.

Read More