Iðjað á akri sögunnar
Um allt sem á þessum vef birtist gildir fyrirvarinn gamli í formála Hungurvöku (um 1200): „Þat mun af mínum völdum ok vanrækt, ef þat er nokkut í þessu máli, sem rángt reynist, þat er ritað er.“
Heimdallur blæs í Gjallarhorn. Teikning eftr Jakob Sigurðsson frá 1765. Snorra-Edda. SÁM 66 4to.
Nýjasta efni
Greinar
Það þóttu talsverð tíðindi – og þykja enn – þegar ítalskur fræðmaður, Paolo Chiesa, prófessor í latneskum fræðum við háskólann í Mílanó, upplýsti í grein sumarið 2021 að munkur af reglu dóminíkana, Galvaneus Flamma, minntist á landið Marckalada (Markland) vestan Grænlands í ófullgerðu söguriti sínu Cronica universalis, sem skrifað er á árunum 1339 til 1345.
Haustið 2018 réðust róttækir aðgerðasinnar á listaverk Einars Jónssonar, Þorfinnur karlsefni, í Fairmont garði í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, slettu yfir það rauðri málningu, brutu höfuðuð af og veltu ofan í Schuylkillá sem rennur meðfram garðinum. Stöpull verksins er enn auður og óljóst hvort gert hafi verið vð það og hvort til standi að endurreisa það.
Fyrir frumkvæði Alþingis var borgarstjórinn í Reykjavík kosinn í beinni kosningu sumarið 1920. Raddir voru þá háværar á þingi um að gefa almenningi kost á að kjósa helstu embættismenn landsins. En ekki varð framhald á þessu og allar götur síðan hefur borgarstjóri verið kjörinn af borgarstjórn. Hér er kosningabaráttan 1920 rifjuð upp.
Léttara hjal
Einhver skondnasta skilgreining á frjálshyggju í stjórnmálum er þessi: „Frjálshyggja er það þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið!“ En hver er höfundur hennar og hvert er tilefni þessara orða. Það er rakið í þessum pistli.
Margir kannast við vindlana gömlu sem kenndir voru við Bjarna Jónsson frá Vogi. Færri vita að um skeið voru einnig á boðstólum vindlar kenndir við Jón Sigurðsson forseta. Þeir vindlar urðu bitein í stjórnmáladeilum við landskjör til Alþingis sumarið 1926.
Ágætum Íslandsvini frá 19. öld, Bayard Taylor, er á vef New York Public Library ranglega eignuð vatnslitamynd af íslensku verkafólki. Frumteikningin er eftir annan Íslandsvin, J. Ross Browne, og birtist í ferðabók hans árið 1867. Taylor kom fyrst til Íslands á þjóðhátíðina 1874.