Greinar
Markland forsagnanna í ítölsku miðaldariti
Það þóttu talsverð tíðindi – og þykja enn – þegar ítalskur fræðmaður, Paolo Chiesa, prófessor í latneskum fræðum við háskólann í Mílanó, upplýsti í grein sumarið 2021 að munkur af reglu dóminíkana, Galvaneus Flamma, minntist á landið Marckalada (Markland) vestan Grænlands í ófullgerðu söguriti sínu Cronica universalis, sem skrifað er á árunum 1339 til 1345.
Örlög Þorfinns karlsefnis í Ameríku
Haustið 2018 réðust róttækir aðgerðasinnar á listaverk Einars Jónssonar, Þorfinnur karlsefni, í Fairmont garði í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, slettu yfir það rauðri málningu, brutu höfuðuð af og veltu ofan í Schuylkillá sem rennur meðfram garðinum. Stöpull verksins er enn auður og óljóst hvort gert hafi verið vð það og hvort til standi að endurreisa það.
Borgarstjóri kosinn beinni kosningu.
Fyrir frumkvæði Alþingis var borgarstjórinn í Reykjavík kosinn í beinni kosningu sumarið 1920. Raddir voru þá háværar á þingi um að gefa almenningi kost á að kjósa helstu embættismenn landsins. En ekki varð framhald á þessu og allar götur síðan hefur borgarstjóri verið kjörinn af borgarstjórn. Hér er kosningabaráttan 1920 rifjuð upp.
Af Snorralaug. Einkennilegt verðmætamat okkar.
Þegar ég virði fyrir mér Snorralaug í Reykholti og nánasta umhverfi hennar verður mér oft hugsað til þess hve einkennilegt verðmætamat þessarar þjóðar er á stundum. Hér, nánast á barmi hinnar fornu laugar og á bæjarhólnum gamla, höfum við reist stórt og mikið skólahús sem trónir frekjulega yfir minjunum og skekkir öll hlutföll á þessum stað.
Þegar Reykjavík varð borg meðal borga
Á þessu ár, 2024, eru 150 ár liðin frá þeim atburði sem á sinn hátt markar upphaf þess að Reykjavík breyttist úr sveitaþorpi í stórborg; varð borg meðal borga. Þetta var þegar Reykjavík eignaðist sína fyrstu myndastyttu, líkneskið af listamanninum Bertel Thorvaldsen.
Úr sögu Safnahússins: Minnismerki þverúðar.
Hér er sagt frá því hvernig Safnahúsið gamla við Hverfisgötu blandaðist inn í ákafar stjórnmáladeilur heimastjórnaráranna á fyrsta áratug síðustu aldar. Greinin birtist upphaflega fyrir 20 árum en kjarni hennar stendur nú samt óhaggaður.
Af rúmtjöldum og „góðfrægum höfðingsmanni”
Forsetahjónin og menningarmálaráðherra skoðuðu á dögunum íslenska gripi í Þjóðminjasafni Skota, þ. á m. tvö rúmtjöld eða veggtjöld sem talið er að hafi verið í Lögréttuhúsinu á Þingvöllum þegar starfsemi þar var hætt um 1800.
Útilegumenn: þjóðtrú og veruleiki
Um aldir var það útbreidd trú á Íslandi að í huldudölum á öræfunum leyndust blómlegar byggðir útilegumanna. Dæmi eru um að bændur hafi vígbúist og riðið til fjalla að leita að stöðvum útilegumanna. Þokunni yfir þessum leyndardómsfullu stöðum létti ekki fyrr en með kortlagningu hálendisins á 19. öld. Um þetta fjalaði ég í grein sem birtist upphaflega í tímaritinu Vísbending 2012.
Þegar þjóðin eignaðist Geysi
Í grein sem ég birti í Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum rifjaði ég upp hvernig goshverinn frægi, Geysir í Haukadal, varð þjóðareign á sínum tíma. Ritstjóri Iceland Review bað mig þá að skrifa lengri grein um efnið til birtingar í tímaritinu sem gefið er út á ensku. Hér er þetta efni að finna. Þess má geta að ég hef skrifað ýmislegt um þjóðareign á náttúruperlum og frjálsa för um landið m.a. í bók minni Nýja Íslandi (2008).
Þegar Thorsararnir vildu eignast Moggann
Á stríðsárunum seinni sýndu hinir valdamiklu Thorsbræður því mikinn áhuga að eignast Morgunblaðið og gera það að hreinu flokksblaði. Sendi Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, Thor bróður sinn, sendiherra í Bandaríkjunum, ítrekað á fund aðaleigenda blaðsins, stórkaupmannanna Garðars Gíslasonar og Ólafs Ó. Johnson, sem dvöldust vestanhafs á þeim tíma, í þessum tilgangi. Hér segir frá erindrekstri Thors og viðtökum sem hann fékk. Þetta er brot úr bók minni Thorsaranir frá 2005.
Einstök harmsaga á Þingvöllum
Þann 10. júlí 1970 brann forsætisráðherrabústaðurinn á Þingvöllum til kaldra kola. Þar létust Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, kona hans Sigríður Björnsdóttir og Benedikt Vilmundarson, kornungur dóttursonur þeirra. Þegar hálf öld var liðin frá þessum harmleik birti ég grein í Morgunblaðinu þar sem sagan var rakin og greindi frá athugun sem ég hafði gert á opinberum skjölum um atburðinn og rannsókn á eldsupptökum.
Nasismi og kommúnismi: Hliðstæður og ólíkt mat
Menn hafa tilhneigingu til að horfa með öðrum hætti á kommúnismann en nasismann þótt færa megi rök fyrir því að leggja þessar helstefnur 20. aldar að jöfnu. Sagnfræðilegar rannsóknir sýna að fórnarlömb harðstjórnar undir þeirra merkjum skipta tugum milljóna. Hér er fjallað um sögulegar og pólitískar ástæður að baki þessa tvískinnungs. Greinin birtist að stofni til í tímaritinu Ský árið 2015.
Sögufrægar gestabækur
Gestabækur, gamlar og nýjar, eru á flestum heimilum. Þær nýrri eru dregnar fram þegar veislur eru haldnar en hinar eldri þegar menn vilja orna sér við minningar sem þeim eru hugstæðar. Gestabækur sem geyma nöfn frægra manna eru gjarnan í hávegum hafðar. Hér segir frá fjórum slíkum bókum, einni frá miðöldum, annarri frá fyrri hluta 19. aldar og tveimur frá öldinni sem leið. Allar eru þær hluti af sögu okkar með einum eða öðrum hætti.
Þegar Eimskip var „óskabarn þjóðarinnar“
Í dag eru liðin 110 ár frá stofnun Eimskipafélags Íslands. Í tilefni afmælisins birti ég kafla úr bók minni um sögu félagsins. Þetta er yfirlit tímabilsins frá stofnun 1914 og fram til 1939 þegar félagið hafði starfað í aldarfjórðung. Þetta er mikið blómaskeið í sögu Eimskips og óhætt að segja að á þessum árum hafi það verið almenn skoðun að félagið væri „óskabarn þjóðarinnar.”
Kristján X. konungur, Jónas frá Hriflu og Mussolini
Eins og frægt er í sögunni spurði Kristján X. konungur Jónas Jónsson frá Hriflu, dómsmálaráðherra, að því við komuna hingað til lands sumarið 1930, hvort hann væri að leika lítinn Mussolini á Íslandi. Jónas var þá umdeildasti stjórnmálamaður landsins og þótti mörgum hann beita valdi sínu á gerræðislegan hátt. Hér er fjallað um það hvar konungur fékk hugmyndina að líkja Jónasi við Mussolini. Ekki hefur verið bent á þetta áður.
Ekki lengur „trúir og hlýðnir“ forsetanum
Ríkisráðsfundur er að jafnaði haldinn á Bessastöðum á gamlaársdag. Ríkisráð er skipað forseta Íslands og ráðherrum ríkisstjórnar hverju sinni. Á ríkisráðsfundi fyrir tuttugu árum, á gamlaársdag 2003, urðu nokkur þáttaskil í samskiptum ráðherra og forseta. Þeim hafa fáir veitt athygli og aldrei hefur málið orðið fréttaefni svo mér sé kunnugt. Á þetta benti ég í grein í tímaritinu Þjóðmálum fyrir um áratug sem hér er endurbirt að stofni til.
Þjóðsagan um kjörorð Jóns forseta
Lengi var haft fyrir satt að Jón Sigurðsson forseti hefði átt sér kjörorð sem einkennandi hafi verið fyrir afstöðu hans í stjórnmálum. Fram að lýðveldisstofnun 1944 var það talið vera „Aldrei að víkja“. Eftir það varð útgáfan „Eigi víkja“ ríkjandi. Áratugum saman lögðu málsmetandi menn þjóðarinnar út af þessu kjörorði í hátíðarræðum og stjórnmálamenn á pólitískum fundum og í blaðagreinum. Í grein sem ég birti í tímaritinu Þjóðmál 2015 eru leidd rök að því að allt sé þetta á misskilningi byggt.
„Skjótið bara, sama er mér!“
Frelsisdagurinn 5. maí 1945 er ein mesta gleðistund í sögu Danmerkur á öldinni sem leið. Þá urðu Danir frjálsir að nýju eftir fimm ára þrúgandi hersetu Þjóðverja. Nokkur skuggi hvílir þó einnig yfir minningu þessa dags og þeirra sem í hönd fóru vegna þess að hefndarþyrstir félagar í dönsku andspyrnuhreyfinguni, frelsisliðar sem svo nefndu sig, notuðu tækifærið þegar Þjóðverjar höfðu gefist upp til að elta uppi landa sína og fleiri menn sem þeir töldu, með réttu eða röngu, hafa átt í samstarfi við nasista.- Hér er grein mín í Morgunblaðinu 21. september s.l. endurbirt.
„Ekki var það göfugmannlegt“
Skáldið góða Þorsteinn Erlingsson trúlofaðist stúlku, Jarþrúði Jónsdóttur, áður en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. Hún var dóttir Jón Péturssonar háyfirdómara, eins helsta virðingarmanns þjóðfélagsins á þeim tíma. Sendi Þorsteinn Jarþrúði reglulega ástarbréf og ástarvísur heim. Hann var blátækur en fólkið hennar stöndugt og sendi hún honum peninga til framfærslu. Meðal annars seldi hún heila jörð sem hún átti til að halda honum uppi. En þegar hún allt í einu hætti að heyra frá honum fór hún utan og hafði upp á honum. Þá var hann kominn í samband við aðra konu og vildi ekkert með Jarþrúði hafa að gera.
Þorlákur helgi ekki lengur sýnilegur í Lincoln
Rúmlega hundrað ára gamalt glerlistaverk með mynd af Þorláki helga Þórhallssyni biskupi (1133-1193) og fleiri kirkjunnar mönnum í kapellu gamla prestaskólans í miðborg Lincoln á Englandi er ekki lengur aðgengilegt almenningi. Skólinn er hættur starfsemi og skólahúsið, sem byggt var 1777, og kapellan, sem byggð var 1906, hafa verið seld fasteignafyrirtæki sem breytt hefur húsnæðinu í lúxusíbúðir fyrir efnafólk. Listaverkið sem er í steindum glugga í kór kapellunnar er friðað og verður ekki tekið niður, en almenningur getur ekki lengur skoðað það þar sem húsnæðið og lóðin er nú í einkaeign.