Greinar
Hverjir eru „merkir Íslendingar“?
Haustið 1975 hleypti Póst- og símamálastjórnin af stokkunum nýrri frímerkjaröð undir heitinu „Merkir Íslendingar.“ Voru gefin út 28 frímerki fram til 1998, þegar útgáfunni lauk. Á þessum frímerkjum voru einkum skáld og listamenn, lærdómsmenn og menningarfrömuðir, alþingismenn úr sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og kvenréttindaskörungar.