Greinar
Um tildrög bókar minnar um séra Friðrik
Þegar ég var að skoða skjöl Eggerts Claessen við ritun ævisögu hans veturinn 2016 til 2017 rakst ég á nokkur gömul sendibréf til hans frá árunum 1890 til 1895. Þau voru frá Friðriki Friðrikssyni meðan hann var enn í skóla, þá 21 til 27 ára gamall. Eggert var aftur á móti 12 til 17 ára. Næstum tíu ára aldursmunur var á þeim og Eggert í rauninni bara barn þegar kynni þeirra hefjast. Þessi bréf vöktu forvitni mína vegna þess hve innilega eða ástúðlega þau voru skrifuð.