Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Gosið kom sem þruma úr heiðskíru lofti

Ógnin sem vofir yfir Grindavík í þeim hamförum náttúrunnar sem nú standa yfir á Reykjanesskaga minnir á eldgosið á Heimaey fyrir hálfri öld, 23. janúar 1973. Þar bjuggu þá rúmlega fimm þúsund manns og allur þorri þeirra, 1.349 fjölskyldur, yfirgaf heimili sín um nóttina, flestir með fiskibátum Eyjamanna til Þorlákshafnar og þaðan til Reykjavíkur. Ég skrifaði grein um gosið og björgunarstarfið og birti í Morgunblaðinu snemma á þessu ári. Kannaði ég m.a. frumgögn í Þjóðskjalasafninu um viðbrögð ríkisstjórnarinnar og almannavarna.

Read More