Greinar
„Skjótið bara, sama er mér!“
Frelsisdagurinn 5. maí 1945 er ein mesta gleðistund í sögu Danmerkur á öldinni sem leið. Þá urðu Danir frjálsir að nýju eftir fimm ára þrúgandi hersetu Þjóðverja. Nokkur skuggi hvílir þó einnig yfir minningu þessa dags og þeirra sem í hönd fóru vegna þess að hefndarþyrstir félagar í dönsku andspyrnuhreyfinguni, frelsisliðar sem svo nefndu sig, notuðu tækifærið þegar Þjóðverjar höfðu gefist upp til að elta uppi landa sína og fleiri menn sem þeir töldu, með réttu eða röngu, hafa átt í samstarfi við nasista.- Hér er grein mín í Morgunblaðinu 21. september s.l. endurbirt.