„Skjótið bara, sama er mér!“

Guðmundur Jónsson Kamban rithöfundur (1888-1945).

Frels­is­dag­ur­inn 5. maí 1945 er ein mesta gleðistund í sögu Dan­merk­ur á öld­inni sem leið. Þá urðu Dan­ir frjáls­ir að nýju eft­ir fimm ára þrúg­andi her­setu Þjóðverja. Nokk­ur skuggi hvíl­ir þó einnig yfir minn­ingu þessa dags og þeirra sem í hönd fóru vegna þess að hefnd­arþyrst­ir fé­lag­ar í dönsku and­spyrnu­hreyf­ing­uni, frels­isliðar sem svo nefndu sig, notuðu tæki­færið þegar Þjóðverj­ar höfðu gef­ist upp til að elta uppi landa sína og fleiri menn sem þeir töldu, með réttu eða röngu, hafa átt í sam­starfi við nas­ista.

 Voru all­marg­ir tekn­ir af lífi án dóms og laga. Í hópi fórn­ar­lambanna var 17 ára gam­all ís­lensk­ur skóla­pilt­ur, Karl Jó­hann Halls­son, sem sak­laus var skot­inn til bana. Hafði hann verið hand­tek­inn í mis­grip­um fyr­ir bróður sinn. Einna þekkt­ast­ur var þó án efa Guðmund­ur Jóns­son Kamb­an, tæp­lega 57 ára gam­all rit­höf­und­ur, leik­skáld og leik­stjóri sem bú­sett­ur var í Dan­mörku.

Aldrei hef­ur verið upp­lýst um það op­in­ber­lega hver það var sem skaut Kamb­an til bana. Dönsk stjórn­völd hafa ekki beðist form­lega af­sök­un­ar á at­vik­inu, en féllust þó eft­ir nokk­urt þóf á að greiða ekkju hans, leik­kon­unni Agnetu Ege­berg Kamb­an, líf­eyri til dauðadags. Flutt­ist hún til Banda­ríkj­anna með dótt­ur þeirra Si­bil, sem þá var 24 ára. Þær mæðgur eru nú báðar látn­ar. Einka­son­ur Si­bil og af­kom­end­ur hans eru bú­sett­ir vest­an­hafs. Si­bil var viðstödd þegar faðir henn­ar var veg­inn í mat­saln­um á heim­ili þeirra í Kaup­manna­höfn, en fjöl­skyld­an bjó á gisti­heim­ili, pen­sjónati, við Up­sa­laga­de.

Íslensk­ur fræðimaður, Ásgeir heit­inn Guðmunds­son sagn­fræðing­ur, fékk fyr­ir um 30 árum að sjá gögn dóms­málaráðuneyt­is Dan­merk­ur um hina op­in­beru rann­sókn á drápi Kambans. Er þar að finna lýs­ingu á at­vik­um öll­um og játn­ingu and­spyrnu­manns­ins sem varð hon­um að bana. Grein­ir Ásgeir frá þessu í bók sinni Berlín­ar­blús (1996, 2009). Ásgeir mátti þó ekki upp­lýsa um nafn bana­manns Kambans. Um drápið er einnig fjallað ít­ar­lega í ævi­sögu Kambans eft­ir Svein Ein­ars­son sem kom út fyr­ir ára­tug.

Kraf­ist rann­sókn­ar og skýr­inga

Íslend­ing­um var mjög brugðið þegar frétt­irn­ar um dráp Kambans bár­ust hingað heim. Öll þjóðin vissi hver hann var. Litið var á Kamb­an sem einn af fremstu rit­höf­und­um lands­ins og lands­menn voru stolt­ir af þeim góðu viðtök­um sem mörg verka hans, ekki síst leik­rit­in Vér morðingj­arMarmari og Hadda Padda, og skáld­sag­an Skál­holt höfðu hlotið ut­an­lands. Kamb­an var heims­borg­ari með mik­inn metnað; hafði búið og starfað við leik­stjórn og ritstörf í Kaup­manna­höfn á þriðja ára­tug­un­um, var síðan bú­sett­ur um skeið í New York, London og Berlín þar sem hann reyndi að láta skálda­drauma sína ræt­ast. Hann flutt­ist loks aft­ur til Dan­merk­ur 1939 en þar voru þá runn­ir upp þreng­ing­ar­tím­ar og enn herti að á stríðsár­un­um og bjó hann þá við frek­ar kröpp kjör.

Íslensk stjórn­völd kröfðust rann­sókn­ar og skýr­inga á drápi Kambans frá rík­is­stjórn Dan­merk­ur. Beitti Ólaf­ur Thors, þáver­andi for­sæt­is- og ut­an­rík­is­ráðherra, sér mjög í mál­inu og vildi að nafn Kambans yrði hreinsað. Guðmund­ur Kamb­an var æsku­vin­ur hans og hafði á ung­lings­aldri búið um skeið á heim­ili Thors Jen­sen við Tjörn­ina. Skýr­ing­ar Dana voru mjög tak­markaðar en marg­ir vildu líta svo á að líf­eyr­ir­inn sem ekkja hans fékk frá danska rík­inu jafn­gilti staðfest­ingu á því að Kamb­an hefði verið drep­inn sak­laus.

Eng­in form­leg lög­reglu­rann­sókn fór fram, aðeins stutt­ara­leg­ar vitna­tök­ur. Banamaður hans var aldrei yf­ir­heyrður af lög­regl­unni, aðeins af lög­fræðingi dönsku and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og skýrsl­an um það send dóms­málaráðuneyt­inu.

Bróðir Kambans, Gísli Jóns­son alþing­ismaður, þrýsti mjög á dönsk stjórn­völd að gera hreint fyr­ir sín­um dyr­um, biðjast af­sök­un­ar og veita Kamb­an upp­reisn æru. Gísli fékk þau svör árið 1953 að ekki hefði verið til­efni til op­in­berr­ar máls­höfðunar á hend­ur Kamb­an í stríðslok fyr­ir sam­starf við Þjóðverja. Dönsk stjórn­völd hafa þó ekki viljað staðfesta að í þess­um orðum fel­ist form­leg yf­ir­lýs­ing um sak­leysi Kambans. Þau sögðust þó harma lát hans. Málið kom á borð rík­is­sak­sókn­ara Dana 1947, en niðurstaða hans var að ekki væri ástæða til að aðhaf­ast neitt frek­ar. Ekki er annað vitað en að ís­lensk stjórn­völd hafi látið þar við sitja. Þess má geta að nafn Kambans var hvergi að finna á list­um dönsku and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar yfir sam­starfs­menn nas­ista sem hand­taka bæri. Staðfesta gögn and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar í rík­is­skjala­safn­inu þetta.

Hótað fang­elsis­vist

Ásgeir Guðmunds­son upp­lýsti í bók sinni að danska dóms­málaráðuneytið hefði sett mjög ströng skil­yrði fyr­ir að veita sér aðgang að gögn­um um dráp Kambans. „Meðal þess­ara skil­yrða er, að höf­und­ur má ekki nafn­greina þá frels­isliða, sem fóru að Guðmundi Kamb­an, og hann má held­ur ekki hafa sam­band við aðstand­end­ur þeirra, sem féllu fyr­ir hendi frels­isliðanna, að viðlagðri hálfs árs vist í dönsku fang­elsi, ef út af er brugðið,“ sagði Ásgeir.

Í ævi­sögu Kambans kem­ur fram að Sveini Ein­ars­syni stóð vorið 2011 til boða að kynna sér gögn danska dóms­málaráðuneyt­is­ins um dráp Kambans með sömu skil­yrðum og Ásgeiri Guðmunds­syni. „Er í bréf­inu vísað til refsi­lög­gjaf­ar ef út af er brugðið,“ seg­ir Sveinn í bók­inni og bæt­ir við: „Bók­ar­höf­und­ur þáði ekki boðið, enda sá hann ekki hvað það gagnaði að hann tæki um­rædd leynd­ar­mál með sér í gröf­ina, líkt og drápsmaður­inn virðist hafa gert. Sá var sem sagt firrt­ur allri ábyrgð.“

Nafn bana­manns­ins

Morg­un­blaðið birt­ir nú í fyrsta sinn nafn bana­manns­ins. Til­drög­in eru þau að höf­und­ur þess­ar­ar grein­ar fékk vitn­eskju um að Ásgeir heit­inn hefði fyr­ir nokkr­um árum falið hand­rita­deild Lands­bóka­safns­ins varðveislu hluta gagna sinna um málið. Voru þau lokuð til árs­ins 2015. Þá voru liðin 70 ár frá at­b­urðinum. Er lík­legt að Ásgeir hafi litið svo á eða fengið staðfest­ingu á að frá þeim tíma væri dönsk­um stjórn­völd­um ekki leng­ur stætt á því sam­kvæmt lög­um um op­in­bera skjala­vörslu að vefja nafn bana­manns­ins leynd­ar­hjúpi.

Þetta hef­ur þó ekki verið kannað sér­stak­lega vegna þess­ar­ar grein­ar enda hef­ur höf­und­ur eng­an trúnað und­ir­geng­ist og gögn­in liggja með óheft­um aðgangi á op­in­beru safni. Reynd­ar má segja að löngu hafi verið kom­inn tími til þess að nafn bana­manns Kambans yrði gert op­in­bert. Óviðun­andi verður að telja að hann þurfti aldrei neina ábyrgð á gjörðum sín­um að axla og komst und­an öll­um af­skipt­um rétt­ar­kerf­is­ins.

Banamaður Kambans, Egon Al­fred Høj­land (1916-1998). Hann sat um tíma á danska þinginu.

Sá sem skaut Guðmund Kamb­an til bana hét fullu nafni Egon Al­fred Høj­land og var for­ingi í and­spyrnu­hópn­um Ringen í Kaup­manna­höfn. Hann var tæp­lega þrítug­ur þegar hann mætti upp úr há­degi 5. maí 1945 með tveim­ur fé­lög­um sín­um og bíl­stjóra á gisti­heim­ilið við Up­sa­laga­de í þeim til­gangi að hand­taka Kamb­an. Menn­irn­ir voru all­ir vopnaðir, Høj­land með skamm­byssu en fé­lag­ar hans með skamm­byssu og vél­byssu. Þeir höfðu verið að alla nótt­ina, leitað uppi og hand­tekið fjölda manna eft­ir lista sem þeir höfðu und­ir hönd­um um vitorðsmenn þýska her­námsliðsins.

Í Berlín­ar­blús seg­ir Ásgeir Guðmunds­son – og bygg­ir á gögn­um danska dóms­málaráðuneyt­is­ins – að þegar menn­irn­ir voru um há­deg­is­bil stadd­ir á Nør­re Farimags­ga­de, sem er skammt frá Up­sa­laga­de, hafi borið að mann á reiðhjóli sem and­spyrnu­mönn­um virt­ist vera for­ingi í and­spyrnu­hreyf­ing­unni. Ókunn­ugt er um nafn hans. Þessi maður sagði þeim að á Hotel-Pensi­on Bartoli við Up­sa­laga­de 20 væri hættu­leg­ur upp­ljóstr­ari sem hætta væri á að myndi reyna að flýja. Hvatti hann þá til þess að fara þangað þegar í stað í og hand­taka mann­inn. Þeir hringdu á gisti­heim­ilið og lofaði dyra­vörður­inn þeim að sjá til þess að upp­ljóstr­ar­inn kæm­ist ekki und­an.

Þegar hóp­ur­inn kom á gisti­heim­ilið sat Guðmund­ur Kamb­an að snæðingi með dótt­ur sinni, en kona hans var í her­bergi þeirra. Dyra­vörður­inn benti á hann. Ein­hver nefndi að þarna sæti „pró­fess­or Kamb­an“ eins og hann var gjarn­an nefnd­ur. Høj­land lét þess getið við yf­ir­heyrsl­ur hjá lög­fræðingn­um að hann hefði kann­ast við nafnið, hefði heyrt eða lesið í blöðum and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar að Kamb­an væri nas­isti og hefði sam­band við Þjóðverja. Hann gekk að borðinu, miðaði byss­unni á Kamb­an og bað hann að koma með þeim, því hann væri hand­tek­inn.

Hæfði Kamb­an í gagn­augað

Ásgeir grein­ir frá því að Kamb­an hafi staðið á fæt­ur en neitað að fara með and­spyrnu­mönn­um, sagt að þeir hefðu enga heim­ild til að hand­taka sig. Hafi Høj­land þá sagt að hann yrði að gera sér að góðu að koma með þeim sem fangi. Mál hans yrði rann­sakað fyr­ir dönsk­um dóm­stól og hann þyrfti ekki að ótt­ast að hann yrði beitt­ur harðrétti.

Kamb­an sagði að dansk­ir dóm­stól­ar hefðu ekk­ert yfir hon­um að segja. Hann var mjög æst­ur og sama máli gegndi um dótt­ur hans sem kom föður sín­um til varn­ar og tók sér stöðu fyr­ir fram­an hann. Hún var einnig í miklu upp­námi og grýtti disk­um í átt að and­spyrnu­mönn­um. Þegar Kamb­an neitaði ít­rekað að láta und­an kvaðst Høj­land mundu skjóta hann ef hann hlýddi ekki.

Að sögn viðstaddra hafi Kamb­an þá sagt: „Skjótið bara, sama er mér.“ (Så skyd, jeg er ligeglad.) Stóð í þófi nokk­urn tíma og sló Kamb­an um sig, áfram mjög æst­ur. Allt í einu stakk hann ann­arri hend­inni snöggt í vasa sinn, en það mun hafa verið kæk­ur hans þegar hann var í geðshrær­ingu, og kvaðst Høj­land hafa brugðið svo við þetta að hann hleypti af á þriggja metra færi og hæfði kúl­an Kamb­an í gagn­augað. Hann lést sam­stund­is. Að svo búnu fóru and­spyrnu­menn á brott og héldu áfram að hand­taka sam­verka­menn Þjóðverja víðs veg­ar um Kaup­manna­höfn.

Lík Kambans var síðar flutt heim til Íslands og hann jarðsett­ur um sum­arið á veg­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Var Sveinn Björns­son for­seti viðstadd­ur út­för­ina, sem fram fór frá Dóm­kirkj­unni, ásamt ráðherr­um, þing­mönn­um, nokkr­um er­lend­um sendi­herr­um, dótt­ur Kambans og ætt­ingj­um og fjölda annarra. Var hann jarðsett­ur í Foss­vogs­kirkju­g­arði.

Hagaði sér ógæti­lega

Þótt það kunni að vera rétt að Guðmund­ur Kamb­an hafi ekk­ert aðhafst sem að lög­um mundi kalla yfir hann ákæru og dóm í Dan­mörku í stríðslok verður ekki und­an því litið að hann hagaði sér að mörgu leyti ógæti­lega á viðsjár­verðum tím­um, sér­stak­lega eft­ir að Þjóðverj­ar her­námu Dan­mörku vorið 1940. Hann tefldi á tvær hætt­ur með marg­vís­leg­um sam­skipt­um við ýmsa þýska valds­menn, ferðalög­um um Þýska­land á stríðsár­un­um og skrif­um í blöð og tíma­rit sem að ýmsu leyti voru ná­lægt hug­mynda­fræði nas­ista.

Þyngst á met­un­um var kannski ein­kenni­legt verk­efni fyr­ir þýska her­námsliðið sem hann tók að sér til fjár­öfl­un­ar við erfiðar aðstæður. Hann rann­sakaði nær­ing­ar­gildi sölva og skrifaði rit­gerð um það efni og fékk fyr­ir það rit­laun í sex mánuði fyrri hluta árs 1944. Laun­in varð hann að sækja mánaðarlega í Dag­mars­hus við Ráðhús­torgið í Kaup­manna­höfn, hinar ill­ræmdu höfuðstöðvar her­námsliðsins. Dansk­ir and­spyru­menn fylgd­ust með öll­um manna­ferðum við húsið og skráðu niður. Vin­ur Kambans, Kristján Al­berts­son, hélt því fram að frum­kvæðið að þessu verk­efni hefði komið frá Þjóðverj­um, hvað svo sem fyr­ir þeim vakti.

Lík­legt er að Kamb­an hafi gert sér grein fyr­ir því löngu fyr­ir stríðslok að hann var í hættu, enda hafði danska and­spyrnu­hreyf­ing­in und­an­far­in miss­eri tekið af lífi fjöl­marga samlanda sína sem hún taldi eiga sam­starf við Þjóðverja. Haustið 1944 sótti hann um leyfi til að flytj­ast til Svíþjóðar með fjöl­skyldu sína. Sví­ar samþykktu að taka á móti hon­um en Þjóðverj­ar neituðu hon­um um vega­bréfs­árit­un. Rétt fyr­ir lok stríðsins gáfu Þjóðverj­ar eft­ir og veittu Kamb­an leyfið. Bréf þess efn­is mun hafa borist á heim­ili hans í Up­sa­laga­de 7. maí 1945. Þá hafði hann verið lát­inn í tvo daga.


Lík Guðmundar Kamban var flutt heim og hann jarðsettur með viðhöfn. Leiði hans er í Fossvogskirkjugarði.

Sat um tíma á danska þing­inu

Banamaður Guðmund­ar Kambans rit­höf­und­ar, Egon Al­fred Høj­land, fædd­ist í Kaup­manna­höfn 1916. Hann lést 1998, tæp­lega 82 ára gam­all. Hann var skilta­mál­ari að mennt og stofnaði á sín­um tíma Sveina­fé­lag mál­ara. Hann varð snemma mjög póli­tísk­ur og hélt tví­tug­ur að aldri til Spán­ar til að taka þátt í borg­ara­styrj­öld­inni þar með sveit­um lýðveld­issinna. Tók hann meðal ann­ars þátt í orr­ust­unni við Ebrófljót 1938, þar sem þúsund­ir manna féllu.

Eft­ir að heims­styrj­öld­inni lauk vann hann við iðn sína í Dan­mörku og lét að sér kveða í fag­fé­lagi sínu. Haustið 1973 bauð hann sig fram til þings fyr­ir ný­stofnaðan flokk Miðdemó­krata (CD). Sat hann á þingi frá því í des­em­ber það ár og fram í árs­byrj­un 1975.

Nafn hans hef­ur aldrei áður verið nefnt í tengsl­um við dráp Kambans, en Høj­land viður­kenndi verknaðinn við yf­ir­heyrslu hjá lög­manni and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar og eru gögn um það í fór­um danska dóms­málaráðuneyt­is­ins.


Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 21. september 2023.

Previous
Previous

Þjóðsagan um kjörorð Jóns forseta

Next
Next

„Ekki var það göfugmannlegt“