Greinar
Útilegumenn: þjóðtrú og veruleiki
Um aldir var það útbreidd trú á Íslandi að í huldudölum á öræfunum leyndust blómlegar byggðir útilegumanna. Dæmi eru um að bændur hafi vígbúist og riðið til fjalla að leita að stöðvum útilegumanna. Þokunni yfir þessum leyndardómsfullu stöðum létti ekki fyrr en með kortlagningu hálendisins á 19. öld. Um þetta fjalaði ég í grein sem birtist upphaflega í tímaritinu Vísbending 2012.