Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Hefði orðið greifynja á Englandi en lét ástina ráða

Haustið 1861 bað Ralph Gordon Noel, 22 ára gamall enskur ferðalangur, um hönd 16 ára gamallar stúlku á bænum Grenjaðarstað í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, Guðnýjar Halldórsdóttur. Hún var heitbundin öðrum pilti í sveitinni og sagði nei. Hefði hún játast Noel hefði hún orðið greifynja á Englandi. Þótt hún hafi vitað að vonbiðillinn var af aðalsættum og dóttursonur frægasta og dáðasta skálds Breta, Byrons lávarðar, reyndist ást hennar á heitmanni sínum, Benedikt Jónssyni vega þyngra í hennar huga.

Read More