Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Ekki var það göfugmannlegt“

Skáldið góða Þorsteinn Erlingsson trúlofaðist stúlku, Jarþrúði Jónsdóttur, áður en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. Hún var dóttir Jón Péturssonar háyfirdómara, eins helsta virðingarmanns þjóðfélagsins á þeim tíma. Sendi Þorsteinn Jarþrúði reglulega ástarbréf og ástarvísur heim. Hann var blátækur en fólkið hennar stöndugt og sendi hún honum peninga til framfærslu. Meðal annars seldi hún heila jörð sem hún átti til að halda honum uppi. En þegar hún allt í einu hætti að heyra frá honum fór hún utan og hafði upp á honum. Þá var hann kominn í samband við aðra konu og vildi ekkert með Jarþrúði hafa að gera.

Read More