Greinar


Askur Hugi Askur Hugi

Hverjir voru „drengirnir hans séra Friðriks“?

 „Drengirnir hans séra Friðriks“ var alþekkt hugtak í gömlu Reykjavík, einkum á fyrri hluta aldarinnar sem leið. Átt er við þann stóra hóp ungra sveina og pilta úr öllum þjóðfélagsstéttum sem sóttu samkomur séra Friðriks á árunum frá stofnun KFUM 1899 og næstu áratugina, voru honum handgengnir og mótuðust af boðskap hans og ekki síður því andrúmslofti sem einkenndi starfsemina meðan hans naut við.

Read More