Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Þorlákur helgi ekki lengur sýnilegur í Lincoln

Rúmlega hundrað ára gamalt glerlistaverk með mynd af Þorláki helga Þórhallssyni biskupi (1133-1193) og fleiri kirkjunnar mönnum í kapellu gamla prestaskólans í miðborg Lincoln á Englandi er ekki lengur aðgengilegt almenningi. Skólinn er hættur starfsemi og skólahúsið, sem byggt var 1777, og kapellan, sem byggð var 1906, hafa verið seld fasteignafyrirtæki sem breytt hefur húsnæðinu í lúxusíbúðir fyrir efnafólk. Listaverkið sem er í steindum glugga í kór kapellunnar er friðað og verður ekki tekið niður, en almenningur getur ekki lengur skoðað það þar sem húsnæðið og lóðin er nú í einkaeign.

Read More