Greinar
„Þetta var annarlegt augnaráð”
Þegar ég skrifaði ævisögu séra Friðriks Friðrikssonar var mér ekki kunnugt um að danski rithöfundurinn og listsögufræðingurinn Poul Vad (1927-2003) víkur að honum í ferðabók sinni Nord for Vatnajøkel sem út kom 1994. Paul Vad hafði á unglingsaldri hitt séra Friðrik í heimabæ sínum, Silkiborg, og varð hann honum minnisstæður. Friðrik dvaldist í Danmörku á stríðsárunum, frá 1939 til 1945.