Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Friðrik góði“ í Vatnaskógi

Rúnar Guðbjartsson fyrrv. flugstjóri skrifar einlæga og athyglisverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar er staðfest að atvikið í húsi KFUM, sem greint er frá í bók minni um séra Friðrik, er ekki einstakt, þótt upplifun Rúnars virðist önnur en heimildarmanns míns. Starfsmenn KFUM eða foringjar í félaginu, allt lærisveinar séra Friðriks, virðast hafa haft það fyrir sið, a.m.k. frá því að hann kom aftur heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku á stríðsárunum, að velja ákveðna drengi til að fara eina inn í svefnherbergi hans, þar sem hann vangar þá, knúsar og strýkur.

Read More