Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Tvö Maríulíkneski eftir Júlíus Schou

Svo virðist sem danski steinsmiðurinn góði Júlíus A. H. Schou (1855-1938) hafi gert tvö Maríulíkneski úr íslenskum grásteini. Annað þeirra getur að líta fyrir utan St. Jósefskirkju kaþólskra í Hafnarfirði, en hitt sem er frá árinu 1915 kann að hafa glatast. En ef einhver veit um örlög þess væri gaman að frétta af því. Ríkarður Jónsson myndhöggvari lauk miklu lofsorði á síðarnefnda verkið í blaðagrein 1918. Kvað hann það sýna hverja listamannssál og listamannsmátt Schou hefði að geyma.

Read More