Greinar
Af örlögum gullmedalíu og silkisokka
Erfðamál hafa löngum verið uppspretta deilna og rígs innan fjölskyldna, einkum hinna efnameiri, enda oft mikið í húfi. Mætti líklega skrifa Íslandssögu fyrri alda að drjúgum hluta út frá því efni einu. Í bréfasafni Bjarna Thorarensen (1786-1841), skálds og amtmanns, er vikið að afar sérstakri og dapurlegri erfðadeilu innan fjölskyldu sem var ríkust og voldugust á Íslandi á 18. og 19. öld.