Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Pólitískt hlutverk frímerkja

Fyr utan þann megintilgang að sýna burðargjald póstsendinga og uppruna þeirra hefur frímerkjum lengst af verið ætlað að kynna sögu, menningu, atvinnuhætti og merkismenn þjóðanna, fjöll og fossa, dýr og jurtir og annað sem einkennandi er fyrir náttúru hvers lands. Þó að það sé óvíða sagt berum orðum er tilgangurinn augljóslega að efla samheldni í heimalandinu, styrkja sjálfmynd þjóða og festa í sessi sögulegar minningar og tilfinningar sem frá sjónarhóli ríkisvaldsins eru forsenda þjóðrækni og ættjarðarástar.

Read More