Greinar
Íslensku frímerkin höfðu sérstöðu
Þegar frímerki gegndu stærra hlutverki í póstþjónustu en nú, voru þau stundum notuð til að afla fjár til góðra verka. Tvívegis voru gefin út sérhönnuð frímerki til fjáröflunar fyrir flóttafólk í útlöndum, 1960 og 1971. Í bæði skiptin var um að ræða þátttöku í átaki margra ríkja sem öll gáfu út eigin frímerki í sama skyni.