Greinar
Þegar Eimskip var „óskabarn þjóðarinnar“
Í dag eru liðin 110 ár frá stofnun Eimskipafélags Íslands. Í tilefni afmælisins birti ég kafla úr bók minni um sögu félagsins. Þetta er yfirlit tímabilsins frá stofnun 1914 og fram til 1939 þegar félagið hafði starfað í aldarfjórðung. Þetta er mikið blómaskeið í sögu Eimskips og óhætt að segja að á þessum árum hafi það verið almenn skoðun að félagið væri „óskabarn þjóðarinnar.”