Greinar
Erum við komin af „þrælum og illmennum“?
Landnáma er dásamleg bók. Frá sjónarmiði sagnfræðings er hún mikilvægt heimildarrit um margt frá fyrri öldum, en þó síst um landnámið sjálft (því miður). En hvers vegna var bókin rituð? Hér er fjallað um þær skýringar sem gefnar eru í elstu gerð hennar; þær er að finna í eftirmála svonefndrar Þórðarbókar Landnámu (sautjándu aldar pappírsuppskriftar Þórðar Jónssonar úr tveimur eldri gerðum Landnámu, Skarðsárbók og Melabók).