Léttara hjal
Fróðleiksmoli: Íslenskir feður yfir áttrætt
Vitað er með vissu um 22 íslenska karla sem eignuðust börn á aldrinum 70 til 82 ára. Þá er miðað við ártalið 2018. Tíu urðu feður eftir að þeir voru orðnir 75 ára gamlir. Hinn elsti var 82 ára. Í hópnum er Tryggvi Gunnarsson alþingismaður og bankastjóri sem einn Íslendinga er grafinn í Alþingisgarðinum. Hér er stiklað á stóru um þetta efni.