Léttara hjal
Bílstjórar og fyrirmenn
Á fyrri hluta síðustu aldar kom það gjarnan erlendum gestum ríkisstjórnar Íslands á óvart að ráðherrarnir umgengust bílstjóra sína sem jafningja. Slíku voru menn ekki vanir í löndum þar sem stéttaskipting var í föstum skorðum. Bílstjórum var ekki annað ætlað en að koma ökutækjum á milli staða og opna dyrnar fyrir virðingarmönnum. Á Íslandi þótti aftur á móti ekkert óeðlilegt við það að bílstjórar tækju þátt í samræðum um landsins gagn og nauðsynjar við opinbera gesti frá útlöndum. Hér er gripið niður í bók mína Nýja Ísland (2008) þar sem fjallað er um andlega jafnaðarstefnu.