Léttara hjal
Tíu áhrifamestu menn aldarinnar sem leið
Sumarið 1965 spurði Vikan tíu þjóðkunna menn (sem ekki voru nafngreindir) hvaða tíu menn þeir teldu verðskulda „þann heiður að vera kallaðir menn aldarinnar framar öðrum.“ Velja átti menn sem „með orðum sínum eða gjörðum hafa markað tímamót og haft afgerandi áhrif á lífsskilyrði, afkomu og jafnvel hugsunarhátt alls almennings í landinu.“ Ólíklegt er að allir þessir tíu næðu inn á sambærilegan lista núna. Og reyndar alls ekki víst að fólk kannist almennt við þá alla.