Nýja Ísland

Nýja Ísland með undirtitilinn Listin að týna sjálfum sér kom út haustið 2008, í miðju hruninu. Útgefandi var JPV.

Í kynningartexta á kápu bókarinnar segir: ‘Á síðustu fimmtán árum eða svo hefur hinn alþjóðlegi frjálsi markaður numið land á Íslandi með öllum þeim kostum og göllum sem honum fylgja. Hér hefur orðið til nýtt þjóðfélag.

Kappið sem einkennt hefur þessi ár minnir að ýmsu leyti á hvernig eldri kynslóðir brutust úr fátækt og kyrrstöðu á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þær kynslóðir báru þó gæfu til að varðveita og rækta lífsviðhorf sem tryggðu samheldni og samkennd þjóðarinnar á því mikla breytingaskeiði sem gekk yfir. Hvernig horfið það við nú? Getur verið að breytingar síðustu ára hafi verið stórstígari en þjóðfélagið réð við?

Í bókinni Nýja Ísland - listin að týna sjálfum sér skoðar Guðmundur Magnússon sagnfræðingur ‘íslenska efnahagsundrið’ og þau áhrif sem það hefur haft á samfélagið. Ýmis áleitin deilumál eru sett í nýtt samhengi og niðurstaðan er vægast sagt óþægileg.’

Previous
Previous

Öldin okkar 1996-2000

Next
Next

Thorsararnir