Tækni fleygir fram

Tækni fleygir fram kom út 2010 á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Var hún hluti af ritröðinni Safn til iðnsögu Íslendinga. Undirtitillinn var Tæknifræði á Íslandi og saga Tæknifræðingafélags Íslands.

Í bókarkynningu segir: ‘Tæknifræði er ekki iðngrein og kann því ýmsum að koma spánskt fyrir sjónir að saga hennar sé rakin í bókaflokki um iðnsögu Íslendinga. En það skýrist af upprunanum. Tæknifræði er upphaflega framhaldsnám sem iðnmenntaðir menn lögðu fyrir sig. Fyrstu íslensku tæknifræðingarnir höfðu flestir lokið sveinsprófi í iðngrein og starfað sem iðnaðarmenn. Á tímabili var hið opinbera heiti stéttarinnar iðnfræðingar. Starfsheitið tæknifræðingur var ekki opinberlega viðurkennt og lögleitt fyrr en árið 1963 og kostaði langa baráttu.

Í þessari bok er sjónum einkum beint að upphafi nútímalegrar verkmenningar á Íslandi og brautryðjendum tæknilegra vinnubragða. Segja má að þeir menn sem ruddu tækninni braut í íslenskum atvinnuvegum og þjóðlífi séu gleymdir menn í sögu okkar; nöfnum þeirra og framlagi til verklegrar þróunar á Íslandi hefur lítt eða ekki verið haldið á lofti. Sem stétt hafa fyrstu tæknifræðingarnir fallið í skuggann af háskólamenntuðum verkfræðingum. Tíma bært er að á því verði breyting. Eins og leitt er í ljós á síðum þessarar bókar hafa störf tæknifræðinga verið mikilsverður skerfur til nútímalegra lífshátta á Íslandi. Hér er greint frá frmherjum í greininni og þætti þeirra í sögunni og hefur bókin að geyma fjölda viðtala við fulltrúa þessa hóps.

Greint er frá baráttu tæknifræðpinga og forvera þeirra til að fá starfsgrein sína, starfsheiti og menntun viðurkennda. Rakin er saga Tæknifræðingafélags Íslands, stofnun Tækniskóla Íslands og þróun hans yfir á háskólastig, sem og samstarf verkfræðinga og tæknifræðinga hér á landi.’

Rammagreinar í bókinni eru ritaðar af Sindra Freyssyni og Jörundi Guðmundssyni.

Previous
Previous

Íslensku ættarveldin

Next
Next

Öldin okkar 1996-2000