Íslensku ættarveldin

Árið 2012 sendi ég frá mér Íslensku ættarveldin. Frá Oddaverjum til Engeyinga. Útgefandi var Veröld.

Í kynningarorðum um bókina segir m.a. ‘Óslitinn þráður ættarvelda liggur frá höfðingjum landnámsaldar til Björgólfsfeðga. Hvernig urðu þessi veldi til og hvernig fóru þau að því að tryggja að auður og völd héldust innan ættarinnar?

Hér er skyggnst inn í heim valdafjölskyldna fyrr og nú, varpað ljósi á lífshætti þeirra, innbyrðis átök og hjónabönd, og hvernig þær hafa borist á. Íslensku ættarveldin er einstök bók sem kemur á óvart; hún afhjúpar stórmerkilega innviði íslensks samfélags og gefur innsýn í heim sem flestum er framandi.’

Previous
Previous

Icelandic Vikings

Next
Next

Tækni fleygir fram