Með skýra sýn

Þessi bók er nýkomin út. Þetta eru endurminningar Magnúsar Gústafssonar fyrrv. forstjóra Coldwatre Seafood í Bandaríkjunum. Ég skráði þær í fyrra að beiðni vina hans. Var samstarfið við Magnús einkar ánægjulegt, enda er hann mikið ljúfmenni.

Útgefandi er Almanna bókafélagið. Í bókarkynnngu segir: ‘Endurminningar Magnúsar Gústafssonar, fyrrum forstjóra Hampiðjunnar og Coldwater Seafood í Bandaríkjunum eru um margt mjög áhugaverð lesning um líf manns sem var sendur ungur í fóstur en braust af dugnaði til bjargálna. Guðmundur Magnússon sagnfræðingur skrifar hér lipurlega um stórmerkilegan feril manns sem var í mörgu brautryðjandi í viðskiptum.

Magnús Gústafsson er mörgum Íslendingum kunnur þótt hann hafi lengst af starfað á erlendri grundu. Meðal annars gengdi Magnús í tvo áratugi forstjórastöðu hjá fisksölufyrirtækinu Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Þar áður hafði hann verið forstjóri Hampiðjunnar auk þess að starfa við rekstrarráðgjöf og sitja í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, íslenskra og erlendra, á löngum og farsælum ferli. Hann var um tíma aðalræðismaður Íslands í New York.

Með skýra sýn, endurminningar Magnúsar Gústafssonar, eru um margt mjög áhugaverð lesning um líf manns sem var sendur ungur í fóstur en braust af dugnaði til bjargálna. Hann kom að breytingum í atvinnulífi Íslendinga á umbrotatímum og tók ríkan þátt í að selja innlendar afurðir í Bandaríkjunum. Hér fer Magnús yfir sviðið og segir frá merkilegum atburðum og fólki sem hann kynntist.

Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, skrifar hér lipurlega um stórmerkilegan feril manns sem var í mörgu brautryðjandi í íslensku viðskiptalífi. Með skýra sýn er bók sem er kærkomin þeim sem hafa áhuga á íslenskri samfélagsþróun á síðari hluta 20. aldar.’

Previous
Previous

Séra Friðrik og drengirnir hans

Next
Next

Claessen. Saga fjármálamanns