Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Ekki var það göfugmannlegt“

Skáldið góða Þorsteinn Erlingsson trúlofaðist stúlku, Jarþrúði Jónsdóttur, áður en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. Hún var dóttir Jón Péturssonar háyfirdómara, eins helsta virðingarmanns þjóðfélagsins á þeim tíma. Sendi Þorsteinn Jarþrúði reglulega ástarbréf og ástarvísur heim. Hann var blátækur en fólkið hennar stöndugt og sendi hún honum peninga til framfærslu. Meðal annars seldi hún heila jörð sem hún átti til að halda honum uppi. En þegar hún allt í einu hætti að heyra frá honum fór hún utan og hafði upp á honum. Þá var hann kominn í samband við aðra konu og vildi ekkert með Jarþrúði hafa að gera.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Um tildrög bókar minnar um séra Friðrik

Þegar ég var að skoða skjöl Eggerts Claessen við ritun ævisögu hans veturinn 2016 til 2017 rakst ég á nokkur gömul sendibréf til hans frá árunum 1890 til 1895. Þau voru frá Friðriki Friðrikssyni meðan hann var enn í skóla, þá 21 til 27 ára gamall. Eggert var aftur á móti 12 til 17 ára. Næstum tíu ára aldursmunur var á þeim og Eggert í rauninni bara barn þegar kynni þeirra hefjast. Þessi bréf vöktu forvitni mína vegna þess hve innilega eða ástúðlega þau voru skrifuð.

Read More