Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Stóð upp í hárinu á hundadagakónginum

Um miðjan janúar á þessu ári var þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að liðin eru 250 ár frá fæðingu Gunnlaugs Briems, sýslumanns í Eyjafirði (1773-1834), ættföður hinnar kunnu Briemsættar. Um Gunnlaug og Briemsættina hefur margt verið skrifað, m.a. í bók minni Íslensku ættarveldin (2012). Í tilefni af afmælinu tók ég saman nokkur fróðleiksbrot um sögu hans og birti í Morgunblaðinu og endurbirti þau nú hér.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Í Vinaminni Vídalín / valdsmenn kann að dorga“

Á landshöfðingjatímanum svonefnda (1874-1904) synjaði kóngurinn okkar í Kaupmannahöfn, Kristján IX, lögum frá Alþingi staðfestingar um það bil níutíu sinnum. Ólafur Ragnar náði aldrei viðlíka afköstum! Ég held að óhætt sé að segja að Íslendingar hafi jafnan verið ósáttir við þessar gjörðir konungs, talið þær sýna virðingarleysi við Alþingi. En eitt dæmi um synjun konungs þekki ég þar sem afstaða fólks var allt önnur. Þá brást konungur við áskorun frá Íslandi um að hafa lög frá Alþingi að engu. Er ómaksins virði að rifja það mál upp.

Read More