Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Minnið er brigðult

Minni okkar allra er brigðult og bera flestar sjálfsævisögur manna þess ljósan vott, þar á meðal endurminningar séra Friðriks Friðrikssonar og vinar hans og lærisveins Sigurbjörns Þorkelssonar í versluninni Vísi. Hér er rakið eitt dæmi um það sem snýr að heimsókn þeirra til Hafnarfjarðar vorið 1899. Báðir töldu þeir sig muna vel eftir rausnarlegum móttökum Proppé bakarameistara. Gallinn er bara sá að hann var látinn nokkrum mánuðum fyrr.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Friðrik góði“ í Vatnaskógi

Rúnar Guðbjartsson fyrrv. flugstjóri skrifar einlæga og athyglisverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar er staðfest að atvikið í húsi KFUM, sem greint er frá í bók minni um séra Friðrik, er ekki einstakt, þótt upplifun Rúnars virðist önnur en heimildarmanns míns. Starfsmenn KFUM eða foringjar í félaginu, allt lærisveinar séra Friðriks, virðast hafa haft það fyrir sið, a.m.k. frá því að hann kom aftur heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku á stríðsárunum, að velja ákveðna drengi til að fara eina inn í svefnherbergi hans, þar sem hann vangar þá, knúsar og strýkur.

Read More