Eimskip frá upphafi til nútíma
Bókin kom út 1998 á vegum Eimskipafélags Íslands hf. Bókaforlagið Þjóðsaga annaðist dreifingu. Þetta er allvegleg bók, prýdd mörg hundruð ljósmyndum.
Í kynningarorðum útgefanda segir: ‘Í þessari bók er saga Hf. Eimskipafélags Íslands rakin frá ári til árs, frá stofnun félagsins 1914 til ársloka 1997. Meginatriði eru dregin saman í yfirlitsköflum. Sérkaflar eru um aðdraganda að stofnun félagsins, hluthafa og hlutafé og vaxtarsprota starfseminnar. Í inngangskafla er að finna helstu niðurstöður og ályktanir bókarinnar.
Ritið byggist á umfangsmikilli könnun frumheimilda í skjalasöfnum, einkum skjalasafni Eimskipafélagsins. Um fjögur hundruð ljósmyndir, gamalar og nýjar, þar á meðal af flestum núverandi starfsmönnum félagsins, prýða bókina. Hafa fæstar myndanna birst áður. Ítarleg skrá yfir nöfn og atriðisorð gerir efnið mjög aðgengilegt fyrir lesendur.
Saga Eimskipafélagsins er með margvíslegum hætti samofin þjóðarsögu Íslendinga á tuttugustu öld. Hún er saga sjálfstæðisbaráttunnar, saga atvinnu- og viðskiptalífs, efnahags- og stjórnmála og ekki síst saga einstaklinga sem áttu stóran þátt í að ryðja nútímanum braut á Íslandi. Hún er náma til fróðleiks og íhugunar.’