Þeir gömlu kunnu sitt fag
De Staalmesters
Rembrandt málaði þetta verk 1662.
Fyrstu íslensku atvinnuljósmyndararnir í lok 19. aldar og í byrjun hinnar 20. voru undir miklum áhrifum frá klassískri myndlist. Þeir sviðsettu gjarnan myndir í anda gömlu meistaranna. Þetta er þó að miklu leyti ókannað svið íslenskrar ljósmyndasögu að ég best veit. Mynd Ólafs Magnússonar frá 1914 af fyrstu stjórn Eimskipafélagsins kallast skemmtilega á við hina frægu mynd Rembrandts frá 1662 af klæðiskaupmönnum í Amsterdam.
Þess má gera að mynd Ólafs Magnússonar var sett á póstkort sem naut mikilla vinsælda á fyrstu árum Eimskipafélagsins. Á þeim tíma var talað um félagið sem óskabarn þjóðarinnar.