Þeir gömlu kunnu sitt fag

Stjórn Eimskipafélagsins 1914

Sitjandi frá vinstri Olgeir Friðgeirsson, Halldór Daníelsson, Emil Nielsen framkvæmdastjóri, Sveinn Björnsson formaður, Jón Gunnarsson og Eggert Claessen. Standandi f.v. Ólafur Johnson og Garðar Gíslason. Ljósm. Ólafur Magnússon.

De Staalmesters

Rembrandt málaði þetta verk 1662.

Fyrstu íslensku atvinnuljósmyndararnir í lok 19. aldar og í byrjun hinnar 20. voru undir miklum áhrifum frá klassískri myndlist. Þeir sviðsettu gjarnan myndir í anda gömlu meistaranna. Þetta er þó að miklu leyti ókannað svið íslenskrar ljósmyndasögu að ég best veit. Mynd Ólafs Magnússonar frá 1914 af fyrstu stjórn Eimskipafélagsins kallast skemmtilega á við hina frægu mynd Rembrandts frá 1662 af klæðiskaupmönnum í Amsterdam.

Þess má gera að mynd Ólafs Magnússonar var sett á póstkort sem naut mikilla vinsælda á fyrstu árum Eimskipafélagsins. Á þeim tíma var talað um félagið sem óskabarn þjóðarinnar.

Previous
Previous

Um tildrög bókar minnar um séra Friðrik

Next
Next

Hátíðleg stund í Hlíðardal í Kringlumýri