Greinar
„Ekki var það göfugmannlegt“
Skáldið góða Þorsteinn Erlingsson trúlofaðist stúlku, Jarþrúði Jónsdóttur, áður en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. Hún var dóttir Jón Péturssonar háyfirdómara, eins helsta virðingarmanns þjóðfélagsins á þeim tíma. Sendi Þorsteinn Jarþrúði reglulega ástarbréf og ástarvísur heim. Hann var blátækur en fólkið hennar stöndugt og sendi hún honum peninga til framfærslu. Meðal annars seldi hún heila jörð sem hún átti til að halda honum uppi. En þegar hún allt í einu hætti að heyra frá honum fór hún utan og hafði upp á honum. Þá var hann kominn í samband við aðra konu og vildi ekkert með Jarþrúði hafa að gera.
Ástir og örlög ræðismanns
André Courmont, ræðismaður Frakka á Íslandi snemma á síðustu öld, var ástfanginn af Svanhildi, ungri dóttur þjóðskáldsins Þorsteins Erlingssonar. Varðveist hefur fjöldi bréfa sem hann skrifaði henni. En þetta var ást í meinum …
Ekki á brauði einu saman
Það er ekki nýtt fyrirbrigði hér á landi að góðhjartaðir auðkýfingar stofni eða kaupi fréttablöð í því skyni að bæta og auðga samfélagið. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að svo göfugar hugsjónir ráði alltaf ferðinni; þeir eru til sem þykjast merkja aðrar hvatir hjá einstaka blaðaútgefanda. En slíkar deilur mega ekki verða til þess að dæmi góðra manna gleymist.