„Önnur gerist nú atferð ungra manna“
Það eru forn og ný sannindi að tímarnir breytast og mennirnir með. Og „unglingavandamálið“ er ekki nýtt af nálinni!
Í Vatnsdæla sögu hinni fornu segir Ketill raumur, norskur víkingur, við Þorstein son sinn:
Önnur gerist nú atferð ungra manna en þá er eg var ungur. Þá girntust menn á nokkur framaverk, annað tveggja að ráðast í hernað eða afla fjár og sóma með einhverjum aðferðum þeim er nokkur mannhætta var í. En nú vilja ungir menn gerast heimaelskir og sitja við bakelda og kýla vömb sína á miði og munngáti og þverr því karlmennska og harðfengi en eg hefi því fjár aflað og virðingar að eg þorði að leggja mig í hættu og hörð einvígi.
Umhugsunarefni!