Veglegar jólagjafir fornkappanna

Egill Skallagrímsson, fornkappi og skáld.

Fornkapparnir okkar á söguöld héldu að sjálfsögðu jól eins og við gerum nú og kunnu að gleðjast með góðum vinum, þótt inntak hátíðarinnar væri svolítið annað en nú á dögum. Í Egils sögu Skallagrímssonar segir:

 Arinbjörn hafði jólaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum; var þar fjölmenni mikið og veisla góð; hann gaf Agli að jólagjöf slæður, gerðar af silki og gullsaumaðar mjög, settar fyrir allt gullknöppum í gegnum niður; Arinbjörn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli alklæðnað, nýskorinn, að jólum; voru þar skorin í ensk klæði með mörgum litum. Arinbjörn gaf margs konar vingjafar um jólin þeim mönnum, er hann höfðu heimsótt, því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur.

 Þá orti Egill vísu:

Sjalfráði lét slæður

silki drengr of fengit

gollknappaðar greppi,

getk aldri vin betra;

Arinbjörn hefr árnat

eirarlaust eða meira,

síð man seggr of fæðask

slíkr, oddvita ríki.

 Kæru lesendur nær og fjær, gleðilega hátíð!





















Previous
Previous

Hógvær kóngur

Next
Next

Tíu áhrifamestu menn aldarinnar sem leið