Hógvær kóngur
Meðal gesta á þjóðhátíð okkar Íslendinga á Þingvöllum 1874 var bandarískur blaðamaður, Hays að nafni, frá blaðinu New York Herald. Hann hitti Kristján konung IX. sem dvaldi í landshöfðingjabústaðnum (nú Stjórnarráðshúsinu) í Reykjavík. Óskaði hann eftir því að fá að hafa nokkur orð eftir konungi um þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar og hátíðarhöldin.
Konungur svaraði: „Það er mjer kunnugt, að blað yðar er víðfrægt mjög sakir framtakssemi þess og skörungskapar, enda þykir mjer, sem þjer sýnið mjer of mikla kurteisi, með því þjer ætlið að heimurinn hirði um að heyra mína skoðun í svo víðlendu blaði.“
Frá þessu greindi fréttablaðið Þjóðólfur 2. nóv. 1874.
Svona gátu kóngar verið hógværir i gamla daga. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar …