Ljósmyndatíska fyrir rúmum hundrað árum

Hver er maðurinn?

Ljósmyndin hér fyrir ofan er tekin á ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn haustið 1914. Ekki er líklegt að margir kannist við manninn. Þó er þetta er einn merkasti Íslendingur aldarinnar sem leið, Matthías Þórðarson (1877-1961) , sem fyrstur gegndi embætti þjóðminjavarðar og var frumkvöðull að verndnun fornminja á Íslandi í byrjun síðustu aldar. Embættið hét reyndar fornminjavörður lengst af meðan Matthías gegndi því.

Svona spegilmyndir voru afar vinsælar meðal ungra manna í Danmörku (og etv víðar) á þessum tíma. Tíska síns tíma. Matthías var 37 ára gamall þegar myndin var tekin. Sigurður Nordal prófessor lét taka af sér svona mynd um svipað leyti og Matthías og skrifaði á hana: 'Ungur maður í slæmum félagsskap.' Góður!

Gaman væri að frétta af fleiri svona myndum frá þessum tíma.

Sigurður Nordal, síðar prófessor, ungur maður í Kaupmannahöfn snemma á öldinni sem leið.











Previous
Previous

Fróðleiksmoli: Íslenskir feður yfir áttrætt

Next
Next

Tvær gerólíkar hugmyndir um fornkappana