Af gamalli mynd

Vatnslitamynd byggð á frumteikningu J. Ross Browne í bók hans The land of Thor (1867).

Vatnslitamyndin hér að ofan er gerð af J. Ross Browne eða eftir teikningu hans. Browne, Bandaríkjamaður af írskum uppruna, kom hingað til lands sumarið 1862 og gaf fimm árum seinna út bókina The Land of Thor þar sem frumteikninguna er að finna ásamt fleiri myndum úr Íslandsferðinni og ferðalagi um nokkur Evrópulönd. Vatnslitamyndin hefur stundum birst á netinu, m.a á Facebook, eignuð öðrum Íslandsvini, Bayard Taylor, sem hingað kom á þjóðhátíðina 1874. Misskilningurinn stafar af því að myndin er ranglega merkt Taylor á vef New York Public Lirbrary. Væri við hæfi að Landsbókasafnið eða Þjóðminjasafnið létu leiðrétta þetta eða kanna hvað býr að baki.

Hér fyrir neðan er svo frumteikningin einsog hún birtist í bók Taylors 1867 og þar er hún eignuð honum. Hún er einfaldari en vatnslitamyndin sem Browne kann að hafa gert síðar. Þó er ekki útilokað að einhver annar hafi gert vatnslitamyndina eftir teikningu Browne, en það er næsta öruggt að það hefur ekki verið Bayard Taylor þótt honum hafi verið ýmislegt til lista lagt.

Teikning eftir J. Ross Browne í ferðabók hans frá 1867. Myndin sýnir íslenskar verkakonur bera þurrkaðan fisk og líklega er iðjulausi maðurinn með tóbakspípuna verkstjóri þeirra.

Í augum okkar nútímamanna er myndin lýsandi fyrir erfiðisvinnu kvenna fyrr á öldum og hvernig karlar stjórnuðu henni. Óliklegt er þó að myndin hafi verið hugsuð sem ádeila þegar hún var gerð, heldur aðeins þjóðlífslýsing.

Einhver sem skoðaði myndina sagði: 'Það hefur bara ekkert breyst!' og ekki er útilokað að eitthvað sé til í því!
















































Previous
Previous

Vindlar kenndir við þjóðskörunga

Next
Next

„King of SÍS“