Hugsa sér! Kona kaupir þingtíðindi
Blaðið Árvakur í Reykjavík greinir frá þessum sögulegu tíðindum í ársbyrjun 1914. Guðrún Björnsdóttir var mikill kvenskörungur, borgarfulltrúi fyrir Kvennalistann í Reykjavík 1908-1914, og er Guðrúnartún í Reykjavík kennt við hana.
Þess má geta að Guðrún kemur fyrir í bók minni Séra Friðrik og drengirnar hans. Hún ritaði séra Friðriki bréf haustið 1912 og hafði frá allnokkrum tíðindum að greina eins og lesendur bókarinnar geta sannreynt (bls. 275).