Hugsa sér! Kona kaupir þingtíðindi

Úrklippa frá 1914 úr blaðinu Árvakri í Reykjavík.

Blaðið Árvakur í Reykjavík greinir frá þessum sögulegu tíðindum í ársbyrjun 1914. Guðrún Björnsdóttir var mikill kvenskörungur, borgarfulltrúi fyrir Kvennalistann í Reykjavík 1908-1914, og er Guðrúnartún í Reykjavík kennt við hana.

Þess má geta að Guðrún kemur fyrir í bók minni Séra Friðrik og drengirnar hans. Hún ritaði séra Friðriki bréf haustið 1912 og hafði frá allnokkrum tíðindum að greina eins og lesendur bókarinnar geta sannreynt (bls. 275).

Kvenskörungurinn Guðrún Björnsdóttir frá Prestshólum.
















Previous
Previous

Bækur æxlast af bókum

Next
Next

Fróðleiksmoli: Íslenskir feður yfir áttrætt