Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Þjóðsagan um kjörorð Jóns forseta

Lengi var haft fyrir satt að Jón Sigurðsson forseti hefði átt sér kjörorð sem einkennandi hafi verið fyrir afstöðu hans í stjórnmálum. Fram að lýðveldisstofnun 1944 var það talið vera „Aldrei að víkja“. Eftir það varð útgáfan „Eigi víkja“ ríkjandi. Áratugum saman lögðu málsmetandi menn þjóðarinnar út af þessu kjörorði í hátíðarræðum og stjórnmálamenn á pólitískum fundum og í blaðagreinum. Í grein sem ég birti í tímaritinu Þjóðmál 2015 eru leidd rök að því að allt sé þetta á misskilningi byggt.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Pólitískt hlutverk frímerkja

Fyr utan þann megintilgang að sýna burðargjald póstsendinga og uppruna þeirra hefur frímerkjum lengst af verið ætlað að kynna sögu, menningu, atvinnuhætti og merkismenn þjóðanna, fjöll og fossa, dýr og jurtir og annað sem einkennandi er fyrir náttúru hvers lands. Þó að það sé óvíða sagt berum orðum er tilgangurinn augljóslega að efla samheldni í heimalandinu, styrkja sjálfmynd þjóða og festa í sessi sögulegar minningar og tilfinningar sem frá sjónarhóli ríkisvaldsins eru forsenda þjóðrækni og ættjarðarástar.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Glötuð brjóstmynd af Jóni forseta

Þessa lítt þekktu brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni forseta (1811-1879) gerði Júlíus Andreas Hansen Schou (oft einnig ritað Schau) steinsmiður (1855-1938). Enskur kaupmaður eignaðist og tók með sér úr landi. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Schou var afkastamikill steinsmiður, byggði Alþingishúsið og fjölda steinhúsa í Reykjavík og ýmis merkileg verk önnur liggja eftir hann.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Riddari Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson er stundum nefndur sem dæmi um mann af alþýðuættum sem reis til áhrifa án þess að vera í skjóli eða á vegum höfðingja og gamalgróinna ættarvelda. En það vill gleymast að sjálfur var Jón ekki þeirrar skoðunar að hann væri einungis af „réttum og sléttum“ ættum presta og bjargálna bænda eins og kirkjubækur og önnur ættfræðigögn segja.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Söguleg frímerki

Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 1911 voru gefin út frímerki með mynd af honum sem gerð var eftir lágmynd sem Einar Jónsson myndhöggvari hafði búið til. Þessi frímerki mega teljast hafa mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi og frímerkjasögu án þess að menn hafi veitt því athygli.

Read More