Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Pólitískt hlutverk frímerkja

Fyr utan þann megintilgang að sýna burðargjald póstsendinga og uppruna þeirra hefur frímerkjum lengst af verið ætlað að kynna sögu, menningu, atvinnuhætti og merkismenn þjóðanna, fjöll og fossa, dýr og jurtir og annað sem einkennandi er fyrir náttúru hvers lands. Þó að það sé óvíða sagt berum orðum er tilgangurinn augljóslega að efla samheldni í heimalandinu, styrkja sjálfmynd þjóða og festa í sessi sögulegar minningar og tilfinningar sem frá sjónarhóli ríkisvaldsins eru forsenda þjóðrækni og ættjarðarástar.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Hverjir eru „merkir Íslendingar“?

Haustið 1975 hleypti Póst- og símamálastjórnin af stokkunum nýrri frímerkjaröð undir heitinu „Merkir Íslendingar.“ Voru gefin út 28 frímerki fram til 1998, þegar útgáfunni lauk. Á þessum frímerkjum voru einkum skáld og listamenn, lærdómsmenn og menningarfrömuðir, alþingismenn úr sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og kvenréttindaskörungar.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Íslensku frímerkin höfðu sérstöðu

Þegar frímerki gegndu stærra hlutverki í póstþjónustu en nú, voru þau stundum notuð til að afla fjár til góðra verka. Tvívegis voru gefin út sérhönnuð frímerki til fjáröflunar fyrir flóttafólk í útlöndum, 1960 og 1971. Í bæði skiptin var um að ræða þátttöku í átaki margra ríkja sem öll gáfu út eigin frímerki í sama skyni.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Munnleg heimild sker úr um

Ritaðar heimildir eru ær og kýr sagnfræðinnar. En ekki svara þær öllum spurningum. Án munnlegra heimilda er oft æði erfitt að fá botn í mál eða átta sig á samhengi hlutanna. Hér er smá saga úr gömlu frímerkjastússi mínu um það hvernig munnleg heimild varpaði ljósi á mál sem ég var að velta fyrir mér og fann ekki skýringu á.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Söguleg frímerki

Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 1911 voru gefin út frímerki með mynd af honum sem gerð var eftir lágmynd sem Einar Jónsson myndhöggvari hafði búið til. Þessi frímerki mega teljast hafa mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi og frímerkjasögu án þess að menn hafi veitt því athygli.

Read More