Greinar


Askur Hugi Askur Hugi

Munnleg heimild sker úr um

Ritaðar heimildir eru ær og kýr sagnfræðinnar. En ekki svara þær öllum spurningum. Án munnlegra heimilda er oft æði erfitt að fá botn í mál eða átta sig á samhengi hlutanna. Hér er smá saga úr gömlu frímerkjastússi mínu um það hvernig munnleg heimild varpaði ljósi á mál sem ég var að velta fyrir mér og fann ekki skýringu á.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Seildist í vasa Ólafs Thors

Um miðjan september 1963, fyrir nærri sextíu árum, kom hingað Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna. Svo háttsettur maður þar í landi hafði þá ekki áður sótt Ísland heim. Ekki er fast að orði kveðið þegar sagt er að þessi heimsókn hafi verið með nokkuð öðrum brag en nú tíðkast.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Söguleg frímerki

Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta árið 1911 voru gefin út frímerki með mynd af honum sem gerð var eftir lágmynd sem Einar Jónsson myndhöggvari hafði búið til. Þessi frímerki mega teljast hafa mikla sérstöðu í alþjóðlegu samhengi og frímerkjasögu án þess að menn hafi veitt því athygli.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Skáldið og klæðskerinn

Jóhann Jónsson, skáldið sem orti ljóðið fræga, Söknuð og Helgi Þorkelsson, klæðskeri og síðar verkalýðsforingi, kynntust sumarið 1915, Jóhann var þá á 19. ári og Helgi tíu árum eldri. Með þeim tókst vinátta sem átti stóran þátt í því að Jóhann gat hafið nám í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1917 og lokið stúdentsprófi 1920

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Ástir og örlög ræðismanns

André Courmont, ræðismaður Frakka á Íslandi snemma á síðustu öld, var ástfanginn af Svanhildi, ungri dóttur þjóðskáldsins Þorsteins Erlingssonar. Varðveist hefur fjöldi bréfa sem hann skrifaði henni. En þetta var ást í meinum …

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Ekki á brauði einu saman

Það er ekki nýtt fyrirbrigði hér á landi að góðhjartaðir auðkýfingar stofni eða kaupi fréttablöð í því skyni að bæta og auðga samfélagið. Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að svo göfugar hugsjónir ráði alltaf ferðinni; þeir eru til sem þykjast merkja aðrar hvatir hjá einstaka blaðaútgefanda. En slíkar deilur mega ekki verða til þess að dæmi góðra manna gleymist.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Frumritið fannst í gömlum kassa

Þegar Ágúst H. Bjarnason grasafræðingur var að fara í gegnum tvo pappakassa fulla af handritum úr fórum afa síns og alnafna, sem var prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands á fyrri hluta síðustu aldar, rakst hann á gamalt ljóðahandrit sem vakti forvitni hans.

Read More
Askur Hugi Askur Hugi

Hún ruddi brautina

Fyrir nokkru birti ég á síðunni Gamlar ljósmyndir á Facebook mynd af Elínborgu Jacobsen sem fyrst kvenna lauk stúdentsprófi hér á landi. Hún brautskráðist sumarið 1897. Ég sagði frá því að Elínborg hefði þurft að stunda námið utanskóla þar sem piltum hefði einum verið heimilt að sækja tíma. Faðir hennar vildi ekki sætta sig við það og skrifaði Íslandsráðherranum í Kaupmannahöfn um málið.

Read More