Greinar


Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Hvað á að gera við fullveldisdaginn?

Í dag eru 105 frá því Ísland varð fullvalda ríki. Afmælisins hefur ávallt verið minnst með einhverjum hætti. Veðurfar takmarkaði útihátíðir frá upphafi. Stúdentar tóku daginn snemma í fóstur. Það dró úr vægi fullveldisdagsins þegar 17. júní var valinn þjóðhátíðarardagur við stofnun lýðveldis 1944. Hér er stiklað á stóru um sögu dagsins.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Hefði orðið greifynja á Englandi en lét ástina ráða

Haustið 1861 bað Ralph Gordon Noel, 22 ára gamall enskur ferðalangur, um hönd 16 ára gamallar stúlku á bænum Grenjaðarstað í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, Guðnýjar Halldórsdóttur. Hún var heitbundin öðrum pilti í sveitinni og sagði nei. Hefði hún játast Noel hefði hún orðið greifynja á Englandi. Þótt hún hafi vitað að vonbiðillinn var af aðalsættum og dóttursonur frægasta og dáðasta skálds Breta, Byrons lávarðar, reyndist ást hennar á heitmanni sínum, Benedikt Jónssyni vega þyngra í hennar huga.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Erum við komin af „þrælum og illmennum“?

Landnáma er dásamleg bók. Frá sjónarmiði sagnfræðings er hún mikilvægt heimildarrit um margt frá fyrri öldum, en þó síst um landnámið sjálft (því miður). En hvers vegna var bókin rituð? Hér er fjallað um þær skýringar sem gefnar eru í elstu gerð hennar; þær er að finna í eftirmála svonefndrar Þórðarbókar Landnámu (sautjándu aldar pappírsuppskriftar Þórðar Jónssonar úr tveimur eldri gerðum Landnámu, Skarðsárbók og Melabók).

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Stóð upp í hárinu á hundadagakónginum

Um miðjan janúar á þessu ári var þess minnst með málþingi í Þjóðarbókhlöðu að liðin eru 250 ár frá fæðingu Gunnlaugs Briems, sýslumanns í Eyjafirði (1773-1834), ættföður hinnar kunnu Briemsættar. Um Gunnlaug og Briemsættina hefur margt verið skrifað, m.a. í bók minni Íslensku ættarveldin (2012). Í tilefni af afmælinu tók ég saman nokkur fróðleiksbrot um sögu hans og birti í Morgunblaðinu og endurbirti þau nú hér.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Minnisvarði um brostnar vonir eða tálsýn

Við ‘Hótel Sögu’ við Hagatorg i Reykjavík stendur um tuttugu ára gamalt listaverk eftir Huldu Hákon sem nú má líta á sem minnisvarða um brostnar vonir eða tálsýn um friðsamlegt samstarf vestrænna ríkja og Rússlands. Það var afhjúpað í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO í Reykjavík vorið 2002. Þá bundu menn vonir við að senn gengi Rússland til liðs við vestrænar lýðræðisþjóðir í Atlantshafsbandalaginu. Líklega var það alla tíð tálsýn.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Pólitískt hlutverk frímerkja

Fyr utan þann megintilgang að sýna burðargjald póstsendinga og uppruna þeirra hefur frímerkjum lengst af verið ætlað að kynna sögu, menningu, atvinnuhætti og merkismenn þjóðanna, fjöll og fossa, dýr og jurtir og annað sem einkennandi er fyrir náttúru hvers lands. Þó að það sé óvíða sagt berum orðum er tilgangurinn augljóslega að efla samheldni í heimalandinu, styrkja sjálfmynd þjóða og festa í sessi sögulegar minningar og tilfinningar sem frá sjónarhóli ríkisvaldsins eru forsenda þjóðrækni og ættjarðarástar.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Ættarveldi og alþýðufólk

„Félagslegur hreyfanleiki“ heitir það á máli fræðimanna þegar fólk færist á milli þjóðfélagsstétta. Í bókum mínum Nýja Íslandi (2008) og Íslensku ættarveldunum (2012) er svolítið vikið að þessu efni. Í síðarnefndu bókinni er m.a. fjallað um rætur skáldsins og heimsborgarans Gríms Thomsen (1820-1896) sem í þrjá áratugi átti hina sögufrægu jörð Bessastaði á Álftanesi þar sem nú er forsetasetur okkar en var á fyrri öldum aðsetur kóngsins manna á Íslandi.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Í Vinaminni Vídalín / valdsmenn kann að dorga“

Á landshöfðingjatímanum svonefnda (1874-1904) synjaði kóngurinn okkar í Kaupmannahöfn, Kristján IX, lögum frá Alþingi staðfestingar um það bil níutíu sinnum. Ólafur Ragnar náði aldrei viðlíka afköstum! Ég held að óhætt sé að segja að Íslendingar hafi jafnan verið ósáttir við þessar gjörðir konungs, talið þær sýna virðingarleysi við Alþingi. En eitt dæmi um synjun konungs þekki ég þar sem afstaða fólks var allt önnur. Þá brást konungur við áskorun frá Íslandi um að hafa lög frá Alþingi að engu. Er ómaksins virði að rifja það mál upp.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Gosið kom sem þruma úr heiðskíru lofti

Ógnin sem vofir yfir Grindavík í þeim hamförum náttúrunnar sem nú standa yfir á Reykjanesskaga minnir á eldgosið á Heimaey fyrir hálfri öld, 23. janúar 1973. Þar bjuggu þá rúmlega fimm þúsund manns og allur þorri þeirra, 1.349 fjölskyldur, yfirgaf heimili sín um nóttina, flestir með fiskibátum Eyjamanna til Þorlákshafnar og þaðan til Reykjavíkur. Ég skrifaði grein um gosið og björgunarstarfið og birti í Morgunblaðinu snemma á þessu ári. Kannaði ég m.a. frumgögn í Þjóðskjalasafninu um viðbrögð ríkisstjórnarinnar og almannavarna.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Tvö Maríulíkneski eftir Júlíus Schou

Svo virðist sem danski steinsmiðurinn góði Júlíus A. H. Schou (1855-1938) hafi gert tvö Maríulíkneski úr íslenskum grásteini. Annað þeirra getur að líta fyrir utan St. Jósefskirkju kaþólskra í Hafnarfirði, en hitt sem er frá árinu 1915 kann að hafa glatast. En ef einhver veit um örlög þess væri gaman að frétta af því. Ríkarður Jónsson myndhöggvari lauk miklu lofsorði á síðarnefnda verkið í blaðagrein 1918. Kvað hann það sýna hverja listamannssál og listamannsmátt Schou hefði að geyma.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Íslenskur bóndi meðal jafningja í konungsgarði

Í þessum pistli segir frá Eiríki Ólafssyni á Brúnum, málvini Kristjáns IX. Danakonungs. Vikið er að andlegri jafnaðarstefnu okkar Íslendinga (sem er meðal efnis í bók minni Nýja Ísland frá 2008). Og munurinn á sagnaskáldskap og sagnfræði kemur einnig til tals. Skáldskapurinn hefur yfirleitt vinninginn!

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Þjer gætuð orðið milljóner!“

Hér segir frá kynnum ungskáldsins Jóhanns Jónssonar (1896-1932) og þjóðskáldsins aldraða, Matthíasar Jochumssonar (1835-1920), á Akureyri veturinn 1916 til 1917. Jóhann var einn vetur fyrir norðan við nám í Gagnfræðaskólanum en hélt svo til Reykjavíkur og settist á skólabekk í Menntaskólanum. Matthías hreifst mjög af ljóðaupplestri Jóhanns.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Minnið er brigðult

Minni okkar allra er brigðult og bera flestar sjálfsævisögur manna þess ljósan vott, þar á meðal endurminningar séra Friðriks Friðrikssonar og vinar hans og lærisveins Sigurbjörns Þorkelssonar í versluninni Vísi. Hér er rakið eitt dæmi um það sem snýr að heimsókn þeirra til Hafnarfjarðar vorið 1899. Báðir töldu þeir sig muna vel eftir rausnarlegum móttökum Proppé bakarameistara. Gallinn er bara sá að hann var látinn nokkrum mánuðum fyrr.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Glötuð brjóstmynd af Jóni forseta

Þessa lítt þekktu brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni forseta (1811-1879) gerði Júlíus Andreas Hansen Schou (oft einnig ritað Schau) steinsmiður (1855-1938). Enskur kaupmaður eignaðist og tók með sér úr landi. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Schou var afkastamikill steinsmiður, byggði Alþingishúsið og fjölda steinhúsa í Reykjavík og ýmis merkileg verk önnur liggja eftir hann.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Friðrik góði“ í Vatnaskógi

Rúnar Guðbjartsson fyrrv. flugstjóri skrifar einlæga og athyglisverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar er staðfest að atvikið í húsi KFUM, sem greint er frá í bók minni um séra Friðrik, er ekki einstakt, þótt upplifun Rúnars virðist önnur en heimildarmanns míns. Starfsmenn KFUM eða foringjar í félaginu, allt lærisveinar séra Friðriks, virðast hafa haft það fyrir sið, a.m.k. frá því að hann kom aftur heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku á stríðsárunum, að velja ákveðna drengi til að fara eina inn í svefnherbergi hans, þar sem hann vangar þá, knúsar og strýkur.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Handritið sem hvarf í Skálholti

Í þessum mánuði eru 875 ár liðin frá láti Ara fróða, upphafsmanns íslenskrar sagnaritunar, höfundar Íslendingabókar. Varðveisla Íslendingabókar er ein af hinum stóru gátum íslenskra fornfræða. Í þessum pistli er líka vikið að hinum spaklegu orðum, kenndum við Ara, „En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa þat heldr, er sannara reynist.“ Í ljós kemur að handritasafnarinn góði, Árni Magnússon, er meðhöfundur þeirra!

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Hinn fyrsti Íslendingur“

Þegar minnisvarðinn um Ingólf Arnarson landnámsmannn var vígður við hátíðlega athöfn í febrúar 1924 var hann hylltur sem „þjóðfaðir“ okkar og „hinn fyrsti Íslendingur.“ Heimildirnar um hann voru taldar traustar. Viðhorfin hafa breyst. Þetta er brot úr ófullgerðu verki mínu Feðranna frægð, mæðranna mæða.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

Ráðgáta um gamalt málverk

Hér er að finna vangaveltur um tvö gömul olíumálverk í Þjóðminjasafninu. Annað þeirra er af Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi (1704-1789) . Af hverjum hitt verkið er vitum við ekki með vissu. Að öllum líkindum er það af einhverjum virðulegum herramanni af hinni valdamiklu ætt Finsena eða Finnunga. Gerð er grein fyrir þeirri ætt í lok greinarinnar.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Jeg er født homoseksual”

Skjalasafn séra Friðriks Friðrikssonar geymir mörg merkileg bréf og handrit. Að mínu mati ættu KFUM og KFUK að fela Landsbókasafninu varðveislu þess. Þar starfa sérfræðingar sem kunna með slík gögn að fara og þar yrði það opið öllum til frekari rannsókna. Hér segi ég frá mjög athyglisverðu bréfi sem er að finna í safninu.

Read More
Guðmundur Magnússon Guðmundur Magnússon

„Óþekki drengurinn“ hann Drumbur

Tréstytta af allsnöktum dreng eftir Tove Ólafsson var notuð sem fyrirmynd þegar Sigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði minnisvarðann um séra Friðrik og drenginn sem stendur við Lækjargötu. Í endanlegri gerð verksins var drengurinn þó færður í buxur. Tove gaf séra Friðriki tréstyttuna og hélt hann ákaflega upp á hana og hafði í herbergi sínu í húsi KFUM við Amtmannsstíg. Nú les ég og heyri fjölmiðlum að óvissa ríki um framtíð verksins í miðbænum. Ég fjalla um styttuna í bók minni um séra Friðrik og drengina hans.

Read More